mánudagur, ágúst 21, 2006

Búið.... næstum

Var að koma úr síðasta prófi sumarannar. Munnlegt próf og ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvernig gekk. Vona bara það besta.

Er samt alveg búin að komast að því að það er ekki hægt að læra skaðabótarétt á einni viku.

Nú þarf að vinda sér í að klára verkefni í þessu fagi og svo er það ritgerðin ógurlega. Það er orðið verulega áríðandi fyrir geðheilsu mína að koma henni frá.

Þegar það er búið þarf að læra undir sjúkrapróf í skaðabótarétti sem verður þann 30. ágúst.

Vetrarönnin hefst svo þann 4. sept.

Hafið það gott

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætla bara að minna þig á að þú varst í stjórnsýslurétti í morgun vonandi talaðir þú ekki um skaðabótarétt í prófin:)
Alltaf gott að vita í hvaða prófi maður hefur verið í Jónína mín

Nafnlaus sagði...

Jónína mín, ég skal taka að mér að upplýsa þig með hæfilegum fyrirvara um hvaða próf þú ert að fara í svo þetta komi ekki fyrir aftur he he!

Jónína Ingibjörg sagði...

Úfff... þarna sjáið þið! Maður verður bara kolruglaður.....

Nafnlaus sagði...

Þú gerir bestu brúnuðu kartöflur í heimi ;)Takk fyrir matinn Jónína mín, þú getur gert góðann mat þrátt fyrir að vera kolrugluð :)

Nafnlaus sagði...

hehehe... þetta er snilld, var sem sagt að komast að því að ég hef verið að misskilja síðasta kúrs alveg heiftarlega - það hlaut líka að vera því þegar hann fór að spyrja mig út í sakarlíkindaregluna þá var ég ekki alveg að ná samhenginu, en nú er þetta allt kýrskýrt, reyndar degi of seint!
(er ý í skýrt?)

Maja pæja sagði...

Jamm ý í skýrt og einfalt í í að skíra fólk sko... (smá íslensku innlegga í skaðabóta/stjórnsýsluumræðuna)

Miss Marsibil sagði...

Hæ Jónína mín!!
Takk fyrir heimsóknirnar á mína síðu og hamingjuóskirnar enn fremur :)
Viss um að þú hefur rúllað þessu upp eins og þér einni er lagið!
Kveðjur Marsibilin