mánudagur, ágúst 14, 2006

Próf númer tvö

Munnlegt próf í eignarétti í morgun.
Gekk illa.
Er farin að halda að ég sé alveg búin að missa karmað í munnlegum prófum.

Við fengum átta spurningar til að undirbúa og eins og venjan er þá var ein þeirra sú sem ég vildi alls ekki fá og ég fékk hana náttúrulega.

En nú er stjórnsýslurétturinn byrjaður og prófið í honum verður svo á næsta mánudag. Vona að það komi til með að ganga betur.
Ég ætla að afsanna kenninguna; Allt er þá þrennt er.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú rúllar þessu upp Nína mín, karma eður ei. Hvunær á svo að koma í bæinn og fagna próflokum og bjartri framtíð?

Nafnlaus sagði...

Jónína mín..... þú massar þetta,,, hættu bara að vorkenna þér og hugsaðu um alla sem þjást í heiminum... t.d. úr hungri eða alnæmi og hugsaðu svo um hvað þú átt það gott ! ;)