Það hefur ýmislegt drifið á daga mína frá síðustu færslu, enda verið svo mikið að gera að ég hef ekki mátt vera að því að gefa skýrslu.
Ég útskrifaðist sem sagt þann 16. september í blíðskaparveðri. Þetta var í alla staði dýrðardagur, sól skein í heiði og fuglarnir sungu sem aldrei fyrr. Mamma, Gunna, Addi Jana, Halli og Ásta mættu öll við athöfnina og síðar komu fleiri til að fagna með mér. Drengur kom að norðan og Bogga, Halldór, Mummi og Gaukur að sunnan og dagurinn endaði í góðum mat og drykk í bústaðnum þeirra Adda og Jönu. Þykir mér þetta vel af sér vikið þar sem fyrirvarinn var ansi stuttur. Ég átti ekki von á miklu þar sem ég var aðeins búin að vara mömmu og Dreng við að hugsanlega næði ég að útskrifast þennan dag en þá voru þau systkini mín búin að ráða ráðum sínum og allir mættu sem gátu.
Þakka ykkur fyrir frábæran dag og góðar gjafir.
Það er gott að eiga góða að!
Meira síðar......
þriðjudagur, september 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli