mánudagur, október 30, 2006

Það er margt í mörgu

Slæmar fréttir af innlendum og alþjóðavettvangi:
Barn dó eftir að hafa drukkið kokainblandaða mjólk úr pelanum sínum. Maður dæmdur fyrir að hafa samræði við þroskahefta konu sem talin er hafa þroska á við fimm ára barn. Maður fannst látinn í sundlaug og annar á víðavangi. Sláandi að einhverjir sáu sér leik á borði að vinna skemmdarverk á bíl mannsins eftir að hann hafði yfirgefið hann. Stelpurnar fá náttúrulega minni peninga en strákarnir í fótboltanum. Allt saman er þetta hálfniðurdrepandi.

Góðar fréttir af innlendum vettvangi:
Þátturinn Kvöldgestir Jónasar er tuttugu og fimm ára í dag. Mjög góðir þættir og frábær þáttastjórnandi sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar.









Steinarr frændi er líka tuttugu og fimm ára í dag. Góður drengur sem líka mætti taka sér til fyrirmyndar.

Til hamingju með afmælið kæri frændi og haltu áfram að standa þig svona vel.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...í maga á Ingibjörgu!
Engir glæpir á Langanesi og enginn fær pening fyrir fótboltaiðkun, hvorki konur né kallar.
Heiðrún

Nafnlaus sagði...

Já , frænka mín, þetta er ljótur heimur sem við búum í , og ekki fer honum batnandi því miður!

Hvernig stendur á því að allir eldast í kringum mig en ekki ég???
Mér finnst þetta yngra frændfólk mitt , sem var svo mikið yngra en ég, allt í einu að vera að ná mér í aldri???

KK Flakkarinn!!