þriðjudagur, október 24, 2006

Starfsframi


Ég hef ákveðið að gerast ljósmyndafyrirsæta.
Ljósmyndafyrirsætur eru ríkar... eftir því sem maður heyrir.
......... hvað segirðu? Ekki nógu falleg?
Þetta snýst ekkert um það. Bara spurning hvort það er til nógu góður myndvinnslumaður!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jónína mín þú ert í fyrsta lagi fjallmyndarleg og í öðru lagi fjarskafalleg. Þannig að þú getur örugglega orðið ljósmyndafyrirsæta elskan.

Nafnlaus sagði...

Hey.. meira að segja ÉG gæti orðið ljósmyndafyrirsæta - svo þú gætir það sko alveg örugglega. Fyrir utan tæknina í dag - þeir gætu látið mig líta út eins og ... já, tja - hverja sem er ! :/ ótrúleg! en þú þarft þess nú ekki!!!

Nafnlaus sagði...

Er ekki það nýasta nýtt að mynda konur og hafa þær sem náttúrulegastar? Veit ekki betur enn það sé verið að sýna eitthvern þátt með slíkum fyrirsætum á s1.
Þú gætir því verið kjörin í það, hahaha!!!
kv. sú sem segir aldrei til nafns!!

Nafnlaus sagði...

Pant vera umboðsmaðurinn þinn

Nafnlaus sagði...

(viðskipta)lögfræðingur eða leigubílstjóri.... nei ég meina ljósmyndafyrirsæta. Skiptir ekki máli þú myndir tækla það svona gullfalleg og gáfuð.
Heiðrún

Nafnlaus sagði...

Hvaða blindi hálfviti var að reyna að telja þér trú um að þú værir ekki nógu falleg?

Nafnlaus sagði...

Fegurðin er í ættinni elskan

Nafnlaus sagði...

Það er að bera í bakkafullan lækinn að róma fegurð þína og gáfur en ég get bara ekki stillt mig. Þú ert æðisleg! Nýjustu fréttir úr snyrtivörubransanum segja að kremin séu gagnslaus, við höfum verið gabbaðar allan tímann. Svo það er aftur til náttúrunnar - ekki spurning. En hvað er með bloggið hans Drengs, hefur það verið lagt niður? baráttukv
Steinunn I