
Ég er lifandi.
Ég hef bara alls ekki verið í bloggstuði.
Veit ekki af hverju eða hvers vegna.
Það er alltaf eitthvað að gerast.
Hefur samt ekkert merkilegt gerst.
Ég þjáist einnig af námsleiða.
Finnst skemmtilegra að fara í vinnuna.
Ástæða þess að ég fór í skóla var meðal annars leiði á vinnu.
Nú vil ég bara vinna en er leið á skóla.
Manni er náttúrulega ekki við bjargandi.
Það eru samt ótal kostir við að vera í skóla en ekki vinnu.
Man enga kosti núna en veit þeir eru þarna.
Þetta er ljóð.
Veit ekki af hverju þetta er ljóð.
Veit samt að þetta er ljóð.
Ljóðið er búið.
Góða nótt.
7 ummæli:
Hefurðu verið að stelast til að lesa passíusálmana?
Þú átt alla mín aðdáun :)
Þú ert á rangri hillu í lífinu Jónína Ingibjörg - myndi halda áfram að semja og gefa svo út ljóðabók - yrði metsölustykki.
djöll ertu steikt :)
RUGLUDOLLA... ;)
skapari og skáld hún er
skrattin hlær að vonum
lögfræðinga likt og ber
lætur betur honum..
gisli Sam.
Flott ljóð. Ljóð sem ég get samsamað mig við... nema að ég nenni eiginlega hvorki að læra né vinna.
Skrifa ummæli