fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Gæsalappir

Af hverju í veröldinni er fólk farið að ofnota svona gæsalappir?
Nú er bara allt sett í gæsalappir án þess að hugsað sé um hvað þær þýða.
Var að lesa Húsasmiðjublaðið og þar var auglýstur "spegill". Er þetta spegill eða er þetta ekki spegill?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég er alveg sammála þér. Ég var í e-i verslun um helgina og þar hékk uppi miði sem á stóð: "viðskiptavinir" athugið ...

Nafnlaus sagði...

ja kanski er reiknað með því að þegar þú horfir í "spegilinn" þá þá eigir þú útgönguleið og getir sagt "af hvaða eymingas konu er þessi mynd"

kveðja
bróðir

Nafnlaus sagði...

hahaha, ég hef ákveðið að taka undir með "bróður" þínum, snilldar skýring!