sunnudagur, nóvember 05, 2006

Illt í efni


Ég þarf að skrifa 10 síðna ritgerð um kvenfrelsi og lög, út frá bók John Stuart Mill; Kúgun kvenna.

Ég hef frjálsar hendur, þarf ekki að geta heimilda, sem sagt bara fara á flug.

Þetta er í liður í faginu Almenn lögfræði IV sem snýst um réttarheimspeki.

Ég á að beita gagnrýnni lögfræðilegri hugsun og röksemdafærslu.

Ég er algjörlega tóm.

HJÁLP !!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Horfðu á björtu hliðarnar. Það verða engar gæsalappir í þessari ritgerð.

Nafnlaus sagði...

Hallú hallú Jónína mín... langt síðan ég kíkti á síðuna þína en hér ertu enn!!! Gott er það. Og alltaf ertu "jafn dugleg".... ha ha ha, meira að segja gæsalappadugleg! En þú tekur nú þessa ritgerð í nefið, það er pottþétt!! Ég hef fulla trú á þér. :)
kv. Íris D. í Kef.city

Maja pæja sagði...

I feel u girl!! sniff sniff

Nafnlaus sagði...

Hef heyrt þig halda ótal marga lærða fyrirlestra um efnið. Einu vandræði þín tel ég vera að stoppa eftir 10 bls!
Heiðrún

Nafnlaus sagði...

Ef það er einhver sem á ekki í vandræðum með að skrifa um kvenfrelsi að þá ert það þú, það er ég nokkuð viss um!
Nú segi ég það sama við þig og ég segi alltaf þegar þú segist vera í vandræðum með skriftir; Opnaðu eina rauðvínsflösku og e 2-3 glös verðuru komin á gott flug;)
Ef flaskan dugir ekki að þá er líka hægt að kaupa "belju" ( gæsalappirnar hljóta að eiga við í þessu tilfelli, eða hvað?!?)
KK Bestasta frænkan!