föstudagur, nóvember 17, 2006

Kuldakast

Það er svo kalt að beinin í mér eru köld.
Þetta er versta veðrið að ég held. Frost, vindur og enginn snjór. Það er einhvern veginn hlýrra þegar það er snjór. Eða mér finnst það. Í svona þurrum kulda þornar húðin á manni og hendurnar springa og svo þoli ég ekki hvað allt er rafmagnað eins og til dæmis hárið á manni. Alveg óþolandi!
Getur einhver reddað mér vinnu í Ástralíu?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er það sem sagt ástralía eftir kúbu?

Nafnlaus sagði...

og eitt enn Jónína mín, það gengur víst vírus á msn núna, reyndu bara að vera eins fljót og þú getur að ýta á linkinn sem byrtist - þá ættirðu að vera í key!
Nei annars, aðrir sem eru ekki jafn miklir msn snillingar eins og þú gætu misskilið þetta, sannleikurinn er sá að þá má alls ekki ýta á linkinn, ekki satt Jónína???

Nafnlaus sagði...

Elsku frænka, ég mun hugsa til þín í næstu viku þegar ég ligg fáklædd við sundlaugarbakkann í San Diego.
Er ég vond núna? Kannski smá.

Kveðja, Bogga :)

Maja pæja sagði...

mér finnst varaþurrkurinn verstur... ég er að skrælna á munninum :(