þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Nú er úti veður vott.....


... verður allt að klessu.
Ekki á hann Grímur gott
að gifta sig í þessu.

Þarf að fara til Reykjavíkur núna fyrir helgina en það spáir bara hvassviðri og jafnvel hálku. Þegar ég fór síðast til Reykjavíkur datt mér í hug að biðja hann Dreng bróður minn að setja nagladekkin undir en gerði það ekki. Þetta kennir manni að gera það sem manni dettur í hug og að frestur er á illu verstur.

Ritgerðarsmíð ganga svoleiðis bara ekki rassgat.
Það er sko ekki í lagi með mann, það er á hreinu!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, það kemur yfirleitt í bakíð á manni ef maður ákveður að fresta einhverju, og aldrei virðist maður geta lært á því!!!
Vertu nú dugleg með skriftirnar, þetta hlýtur að koma á endanum, ertu búin að reyna ráð mitt??
KK aftur Bestasta frænkan :)

Nafnlaus sagði...

sko... ég veit ekki alveg hvað maður á að gera í þessu ástandi... skil þig einmitt svo vel varðandi nagladekkin og allt það ýmsa ves sem fylgir því að eiga bíl. Spurning um að flytja bara inn einhverja útlendinga til að sjá um bílinn fyrir mann... eða er það ekki annars normið í þjóðfélagin í dag ? Flytum inn útlendinga til að sjá um skítverkin sem við nennum ekki að vinna !!!

Jónína Ingibjörg sagði...

Ja, ég þarf ekki að flytja inn fólk til að sjá um bílinn minn því ég á þræla sem gera þetta. Mínir þrælar (yfirleitt kallaðir bræður) eru nú með bílinn minn til viðgerðar og það eina sem þeir fá í staðinn er ást mín og umhyggja.
Já, það er gott að eiga góða að!