Ég er voðalegur dóni. Sendi engin jólakort og hef ekki einu sinni vit á að óska fólki gleðilegra hátíða hér á þessum vettvangi. Úr því skal nú bætt enda jólin ekki búin enn.
Óska hér með öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og hamingju á nýju ári.
Ég vil byrja á að þakka Arnlaugi bróður mínum fyrir að sækja mig alla leið á Bifröst eftir erfiðan vinnudag svo ég kæmist í jólafríið.
Þá langar mig sérstaklega að þakka fjölskyldunni í Mosarimanum fyrir gestrisni og fyrirmyndarhátíðarhöld og Rocco fyrir að draga mig út í göngu (reyndar spurning hver dró hvern en hann var vissulega hvatinn að gönguferðunum).
Einnig langar mig að þakka öllum þeim sem ekki gefast upp á að senda mér jólakort ár eftir ár þrátt fyrir að ég noti námsannir til afsökunar á jólakortaleysi af minni hálfu.
Svo er það Soffía sem bauð mér í mat og notalegt jólakvöld og Harpa fyrir nýársnóttina.
Að lokum allir þeir sem áttu þátt í að jólin voru mér góð.
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Bíddu er Rocco ekki nafn á klámmyndastjörnu????? Skýrðu mál þitt Jónína.
Elsku Jónína mín!
Sömuleiðis :) gleðilegt ár! og takk fyrir allt á liðnu(m) ári(um) .... Frábært að heyra að jólahátíðin var góð í faðmi fjölskyldu og vina... og hunds/klámyndastjörnu ;) thihi
Gleðileg jól kæra Jónína, gaman að kynnast þér betur á síðari hluta ársins. Vonandi verða komandi ár þér farsæl :) en...."þakka Hörpu fyrir nýjársnótt"????!!!! hmm eitthvað sem að þú vilt segja okkur :)
Alltaf gaman þegar svona venjuleg skrif og að því er virðist óspennandi vekja svona mikla dulúð ;)
Rocco er hundur, kannski klámhundur.. alla vega vill hann alltaf fara með manni í rúmið!
Harpa á mann sem deildi með okkur nýársnóttinni en ég fékk þó ekki að deila með þeim rúmi.... eigingjarnir vinir sem maður á!
Sem sagt. Eina ástarlífið hjá mér um jólin voru faðmlög og blautir kossar frá hundi!
Gleðilegt ár elskan
Við erum tvær í sama flokki "senda ekki jólkort". Frá mér hefur enginn fengið jólakort frá því að ég gerðist Bifrestingur og það breyttist ekki eftir að ég gerðist Reykjavíkingur aftur.
Ástarkveðjur
Þorbjörg
Gleðilegt allt Jónína mín, jól, nýtt ár og hversdagslegt líf framundan. Hlakka til samveru með þér á þorra og páskaönn (kallast þær ekki svo?)
Kveðja
Kollý
Skrifa ummæli