mánudagur, mars 05, 2007

Umhverfið allt á yfirsnúningi


Mér líður eins og allt sé á yfirsnúningi nema ég. Ég er bara í slow motion. Alein í slow motion.
Ég lít til vinstri. Lít svo á úrið. Lít til hægri og aftur til vinstri. Aftur á úrið. Það líður klukkustund.

Þegar ég var lítil var föstudagurinn langi raunverulega langur. Þá skildi ég alveg af hverju hann var kallaður föstudagurinn langi. Aðfangadagur var einnig nær óendanlegur. Nú eru allir dagar jafn assgoti stuttir. Samt er sagt að ekkert hafi breyst... að enn séu 24 tímar í hverjum sólarhring.

Ég held það sé verið að gabba mig.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

You have been Punk'd!

Nafnlaus sagði...

heheh... já, annað hvort það eða "tíminn líður hratt á gervihnattaröld" ... ;)

Nafnlaus sagði...

vertu ekki að plata mig aaaaa
þú ert bara að nota mig aaaaa
ég er ekki eins og allar stelpurnar vúa vúa
sem hoooopppuppppíííbíla með hveeeerjum sem eeeeerrrrr...

Nafnlaus sagði...

spáðu í hvað þetta verður gott í munnlegu prófunum...þú segir - já varðandi hlutrænar ábyrgðarleysisástæður....og þá er tíminn þinn búinn..og þú væntanlega búin að segja allt sem þarf - en veist bara ekkert af því í slow mowinu þínu.