Endurhæfing mín þetta stutta sumarfrí hefur ekki síst falist í því að koma sem minnst nálægt þessari tölvuskjátu. Það er því helsta afsökun mín fyrir bloggleysinu undanfarið.
Annars hefur ýmislegt á daga mína drifið.
Fór vestur í fjörðinn fagra með móður minni og nokkrum afkomendum hennar til að vera viðstödd fermingu bróðurdóttur minnar, hennar Lilju Kristínar.
Það var góð ferð. Reyndar varla hægt að hugsa sér betri ferð. Sólin skein og hitinn var í hámarki. Við gistum hjá henni Jónu í Alviðru, í húsi sem heitir Leiti. Það var hreint til fyrirmyndar með vinnukonu og allt! Fórum í sund á Þingeyri, lágum í sólinni og heimsóttum nokkra ættingja en því miður ekki alla. Gerum það bara næst. Keyrðum inn í botn, skoðuðum Skrúð, Frændgarð og nutum þess að vera saman í fallegasta umhverfi í heiminum og þó víðar væri leitað.
Alger synd ef eina úrræðið sem þessari annars snjöllu þjóð dettur í hug er að koma fyrir olíuhreinsunarstöð á svona fallegum stað. Bjössi frændi Drengsson hundabóndi í Fremri Breiðadal var með betri hugmynd að nýtingu húsakostsins að Núpi; fangelsi eða meðferðarheimili. Okkur vantar jú alltaf úrræði fyrir ógæfufólkið okkar og þess háttar starfsemi ætti að skapa þó nokkuð af störfum.
Átti góðan dag með mömmu á Húsavík á mánudaginn. Meira um það síðar. Þarf að fara að skjótast að kaupa hallarmál.
miðvikudagur, júlí 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já, fjandinn eigi allar olíuhreinsistöðvar. En ég get vottað það að ferðin til Dýrafjarðar var ljómandi skínandi alveg hreint!
Ég kem með eigið hallamál og tek út framkvæmdirnar :-)
Ussuss... ertu að fara að mæla einhverja höll ??? Ég hef aldrei komið á Vestfirði og verð eiginlega hálfbílveik af því að hugsa um ferðalag þangað en líklega mun maður láta sig hafa það einhvern daginn :)
nei sko, það var mikið að þú lést frá þér heyra! Var farin að halda að þú værir hætt að blogga! Gott að lífið á Akureyri er ljúft og þú unir þér greinilega vel komin í fangið á einkasyninum á ný eða hann frekar komin í móðurfang!!!
Jæja hef afsökun fyrir þessu bulli, LYF....
þúsund kossar og knús.....
Skrifa ummæli