þriðjudagur, desember 23, 2008

Jólahappdrætti

Jæja nú er komin Þorláksmessa og nú má fara að skreyta.




Fór í Kringluna í gær. Hugsaði með mér að best væri að fara þangað þar sem það spáði stormi og rigningu. En þar var vont að vera. Margt fólk, hávaði, ég sá ekki neitt og varð bara alveg rugluð. Svo var líka alltof heitt. Rauk út og beint niður á Laugaveg. Þar er alltaf best að vera, ganga í rokinu og rigningunni og kíkja inn í búðirnar. Hressandi! Yndislegt!

Sökum þess hversu rugluð ég er hef ég ákveðið að hafa jólahappdrætti.
Það felst í því að þeir sem fá jólakort þetta árið eru vinningshafar!
Munið samt að jólin standa í þrettán daga og því ekkert útilokað að menn hljóti vinning áður en jólin eru liðin.

Gleðileg jól mínir góðu vinir, vandamenn og aðrir sem kunna að kíkja á þetta.
Hafið það sem allra best um jólin og munið eftir þeim sem minna mega sín.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól :) verðum að fara hittast fljótlega :) jólakveðja Halla Björg

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól elsku Nína og takk fyrir áratuga langa vináttu, tryggð og skemmtilegheit. Nýja árið er óskrifað blað, fullt af fögrum fyrirheitum. Fæ ég jólakaffi ef ég kem á morgun?

Jónína Ingibjörg sagði...

Halla:
Gaman væri það. Kíktu bara í heimsókn einhvern tímann.
Steinunn:
Ef það sé komið þá sé kaffi, jólakaffi

Nafnlaus sagði...

Ég vissi að ég myndi vinna í happadrættinu ...var búin að dreyma fyrir því, jibbíí. Takk Jónína
Kær kveðja Þorbjörg