Enn á ný kemur starfslokasamningur í fréttirnar. Nú er það Sparisjóður Hafnarfjarðar sem er rausnarlegur. Fjögurra mánaða vinna kostaði sjóðinn 84 milljónir að viðbættum launum sem vísast hafa verið rausnarleg einnig.
Hver borgar þetta?
Hver ber ábyrgð á þessu rugli?
Ja, það er ljóst að það er ekki sami aðili. Sá eða þeir sem ábyrgðina bera þurfa á engan hátt að axla þessa ábyrgð. Sá eða þeir sem ábyrgðina bera þurfa ekki að borga fyrir þetta. Hverjir borga? Hverjir axla þá ábyrgðina? Hvaðan koma tekjur sjóðsins? Frá stjórninni? Nei það held ég ekki. Þeir halda það sjálfsagt, stjórnarmennirnir. Þeir standa örugglega í þeirri meiningu að það sé þeirra frábæra stjórn sem skapar tekjurnar. Einu sinni héldu menn að jörðin væri flöt. Nú halda menn að tilteknir aðilar, svo sem stjórnendur, skapi öll verðmæti fyrirtækjanna. Við höfum komist að því að jörðin er ekki flöt. Hvenær ætlum við að komast að því að það þarf meira til en einhverja einstaka klára karla til að skapa verðmæti?
Af hverju í veröldinni þurfum við annað starfsfólk? Af hverju í veröldinni þurfum við ræstitækni? Af hverju í veröldinni þurfum við gjaldkera? Af hverju í veröldinni er ég að rausa þetta þegar ég á að vera að lesa um fordæmi?
Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.
föstudagur, febrúar 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þar sem þú ert að lesa þér til um fordæmi ..... hafa ekki margir farið á undan með fordæmi fyrir slíku ... þ.e. starfslokasamningum. Þegar þú Jónína mín hefur lokið meistaranámi, þá færð þú auðvitað vinnu og semur um starfslok þín við ráðningu og flýtur þannig inn í kjölfar fyrri fordæma.
Gvööð Úa.. heldurðu það?
Ég vona það:)
Já, hef fulla trú á því.. kannski erum við í raun að græða á öllum þessum fordæmum - dæmi nú hver fyrir sig :)
Skrifa ummæli