föstudagur, apríl 28, 2006

Gestir og ritgerðarsmíð

Já maður les og les og skrifar og skrifar. Ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma.
En allt tekur enda um síðir og svo hlýtur einnig að fara um þessa blessuðu ritgerð.

Það þyrpast hér að gestirnir. Einhverjir foreldrar eru búnir að koma að heimsækja börnin sín og svo eru það kærustur og kærastar. Í gær kom langþráð kærasta bakarans, en við erum öll búin að telja niður með honum dagana. Gaman að því þegar karlmenn eru svona ástfangnir og ekki feimnir við að sýna það. Mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar. Á morgun fáum við svo gest en það er pabbi hans Bigga sem ætlar að heimsækja elsku litla drenginn sinn.

Hvenær fæ ég gest?

Zaijian

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað verðuru þarna lengi Frænka? spurning að maður komi í heimsókn ef þú ílengist eitthvað þarna Finnst fátt skemmtilegra en ferðast til framandi landa og sjá eitthvað nýtt er svo asskoti forvitin híhí en þetta er svo sem ekki land sem maður skreppur bara sí svona en freistingin er mikil:)) hafðu það gott og knús frá Brynju frænku á skaganum sem er sæl að sumarið er að koma loksins!!

Nafnlaus sagði...

Ef þú hefðir nú boðið mér aðeins fyrr þá hefði ég eytt páskafríinu hjá þér.

Nafnlaus sagði...

ég hefði getað komið í stað Króatíu en er búin að borga ferðina þangað ;) en það hefði nú ekki verið amalegt að skreppa til Kína ;)

knús Þóra frænka