mánudagur, apríl 10, 2006

Stofufangelsi

Ég er komin í stofufangelsi hér við Guangzhong Lu.
Þegar maður hagar sér illa er manni refsað og ég hef hagað mér illa. Ég hef verið að njóta lífsins lystisemda hér í Shanghaiborg og látið ritgerðarsmíð sitja á hakanum. Nú sit ég og blogga sem er líklega til þyngingar refsingarinnar. Ég var mjög dugleg í gær og ætla að vera það áfram svo ég geti farið aftur út að njóta Kína.

Þangað til... njótið lífsins hvar sem þið eruð!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki samt hætta að blogga!