
Í háum björgum burnirótin grær.
Í brjósti mínu klettahjarta slær.
Þeir verða að klifra upp í björgin blá,
sem blíðu minni og ástum vilja ná
og sækja þangað burnirótarblóm.
Ég birti öllum þennan sama dóm.
Og árum saman sat ég ein og beið
og sá þá klifra - og hrapa á miðri leið.
Í morgun féllu fyrir björgin þrír.
- Ég fleygði þeim í soltin villidýr.
En hver sem fyrstur klífur þessa raun,
fær kóngsríkið og mig - í sigurlaun.
Davíð Stefánsson
1 ummæli:
Alltof merkilegar með sig þessar kerlingar! (við ekki undanskildar?)
Skrifa ummæli