Hef ekkert haft tíma til að rita hér á síðuna. Ef ég hef ekki verið að skrifa þá hef ég verið að svíkjast um að skrifa. Nú ætla ég að svíkjast um með því að skrifa hér.
Allt gott að frétta. Kalt undanfarna tvo daga, svona u.þ.b. 15-18° held ég.
Ég veit það þykir nú bara fínn hiti heima á Fróni en hér í Kína er þetta öðruvísi. Húsin eru t.d. ekki kynt þannig að þegar ég hef vogað mér út hef ég komist að því að það er hlýrra þar en inni. Maður fer sem sagt ekkert inn að hlýja sér.
Fór út seinnipartinn í dag í flíspeysu. Ég hafði setið inni við skriftir í þessari sömu flíspeysu og var ekkert sérstaklega hlýtt. Ég hafði ekki gengið lengi úti þegar svitinn fór að boga af mér innanundir peysunni. Já, þetta er nú gallinn við þessar annars ágætu flísflíkur. Þær anda ekki.
Annars fór ég í klippingu og litun í gær. Fór og fann þann sem hafði klippt mig seinast og gert það vel. Upphófst mikil rekistefna þegar ég fór að reyna að koma honum í skilning um hvernig ég vildi að hárið á mér yrði litað. Það gekk ekki. Ég er náttúrulega vön að fara bara til hennar Villu og hún sér um þetta. Nema hvað, nú er ég rauðhærð. Það er reyndar ekkert voðalega slæmt en ekki alveg það sem ég hafði ætlað mér.
Fleira er ekki í fréttum í kvöld,
góða nótt.
laugardagur, maí 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði. Jónína orðin rauðhærð, betra gerist það ekki, vertu snögg að setja inn mynd af þér svo maður sjái herlegheitin.....
Heiðrún
Mjög fyndið. Orðin rauðhærð dís í Kína!!! Skerð þig enn meira úr semsagt... ekki bara hæðin sko. Tölvu"snillinn" ætlar að reyna að senda þér þessa línu með nafni núna, mistókst síðast.
Færðu frið fyrir þeim kínversku?? þeir eru víst mjög hrifnir af readheads.
Hvernig væri að fá upplýsingar um BS ritgerðina?
Verður þú í útskriftarhópi vor 2006?
Skrifa ummæli