föstudagur, júní 09, 2006

Auglýsingaherferð

Var að lesa um það á mbl.is að verið var að harma auglýsingaherferð Tryggingamiðstöðvarinnar. Hún ku vera á þann veg að konur lýsa slæmu sambandi við fyrrverandi maka.
Nú hef ég vitanlega ekki séð þessar auglýsingar en kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvers konar tryggingar er verið að selja með þessari aðferð. Getur maður kannski tryggt sig fyrir slæmu hjónabandi? Geta peningar komið í stað samskipta?

Mér hefur stundum fundist sem samkeppnin á auglýsingamarkaði sé orðin þannig að menn svífist einskis til að reyna að selja manni eitthvað og útkoman er stundum fáránleg. Þær eru til dæmis orðnar fjölmargar auglýsingarnar sem maður kann nánast utan bókar en hefur ekki hugmynd um hvað er verið að auglýsa. Svo eru aðrar sem gera jafnvel lítið úr ákveðnum hópi fólks.
Frelsi er ómetanlegt. En frelsi fylgir ábyrgð. Ef við kunnum ekki að fara með frelsið þá eigum við það ekki skilið. Eða hvað?

Zaijian

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefur þá ekki séð auglýsinguna þar sem konan heldur á barninu sýnu og segir að fjölskyldan hafi tapað öllu því sem þeim er kærast af því að það var brotist inn hjá þeim.
Skilyrt frelsi er ekki frelsi, þú hefur verið of lengi í kína!!

Nafnlaus sagði...

Ég er viss um að aðrir munu nota sitt frelsi til að kúga mig þess vegna skulu allir búa við höft.
Þetta eru einmitt þau rök sem allir kúgarar nota.