laugardagur, janúar 27, 2007

Góður þáttur hjá Jóni















Er að horfa á þátt með Jóni Ólafs. Hann kemur skemmtilega á óvart. Umfjöllunarefnið er (ef ég skil það rétt) grasrótartónlist. Gestur þáttarins er tónlistargagnrýnandi sem ég man ekki nafnið á.
Í þættinum koma fram ófrægar (að ég held) hljómsveitir skipaðar ungu fólki. Áðan komu fram 13 ára drengur og 14 ára stúlka. Þau voru alveg ótrúlega góð. Mun betri en margir þeir sem eldri eru.
Rétt í þessu var hljómsveitin Hjaltalín að spila og syngja alveg hreint gríðarlega skemmtilega og frumlega tónlist. Ef þetta er framtíðin þurfum við engu að kvíða.
Nú tala ég eins og ég sé einhver sérfræðingur í tónlist. Ég þykist ekki hafa hundsvit á tónlist en veit bara hvað mér finnst gott.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er þó meira en margir aðrir vita! Sumir vita ekki einu sinni hvert þeir eru að fara, hvert þeir eru að hringja, hvort leikurinn er búinn og hvað þá hvað þeim þykir gott ;)

Nafnlaus sagði...

Og þetta var ekki einu sinni svona týpísk "gufu" tónlist. Þú ert nú ekki eins gömul og þú lítu.....nei ég meina þú ert bara með framúrskarandi fínan tónlistarsmekk og ungleg í anda :-)

Nafnlaus sagði...

hver er þessi myndarlegi maður á fystu myndinni???

Nafnlaus sagði...

Hæ mamma!

Nafnlaus sagði...

mig dreymdi í nótt að Ædol-stjarnan hefði myrt Jón Ó. og ég hugsaði með mér að það væri nú algjör óþarfi af sjónvarpinu að sína viðtalsþátt með dauðum manni!