
Hef náð að koma mér upp þessu líka fína ofnæmi. Grunur beindist fyrst að gamla maskaranum mínum þar sem einkennin voru aðallega í kringum augun. Svo ég fjárfesti í nýjum rándýrum maskara. Daginn eftir var hins vegar allt andlitið á mér orðið hreistrað þannig að grunur fór að berast að andlitsfarðanum (meikinu).
Ég sé þannig fram á heilmikla rannsókn á andlitinu á mér. Þarf að fjárfesta í nýjum andlitsfarða og gera tilraunir með hann.
Ekki get ég sleppt því algjörlega að mála mig þar sem nýjustu rannsóknir hafa leitt það í ljós að mín náttúrulega fegurð sé eitthvað farin að fölna.
7 ummæli:
bótox
Húðslípun ku víst koma sterk inn. Annars er þín innri fegurð svo rosalega sterk að það skiptir engu máli þó þín ytri sé kannski farin að fölna aðeins.
ég bara neita að trúa þessu... ! Alla vega skín fegurð þín í hvert skipti sem ég sé þig... hvort það sé þessi innri eða ytri.. get ég greinilega ómögulega dæmt um!
þetta reykingamengun!! þú ert með ofnæmi fyrir reykingum sorry kella ;)
"Þarf að fjárfesta í nýjum andlitsfarða "....jæja það þarf allavega ekki að fjárfesta í nýju andliti...
Ég giska einnig á Reykingarnar.
En þú getur nú alveg gert tilraun á þér sjálfri.
Teiknaðu strik eftir handleggnum á þér og settu fingurbjörg af hverju efni fyrir sig á milli strikanna. Merktu svo hvað fer hvert. Eftir fjóra klukkutíma veistu nákvæmlega fyrir hverju þú hefur ofnæmi... ekki reykja á meðan
ég held þetta sé skortur á söltuðu og reyktu hrossakjöti...
Skrifa ummæli