miðvikudagur, mars 07, 2007

Soðinn þorskur með sméri


Fékk mér í gærkveldi soðinn þorsk með soðnum kartöflum. Út á fiskinn setti ég ógrynnin öll af sméri.
Borðaði með þessu einnig ristað brauð með miklu sméri. Fiskur er góður og fiskur er afar hollur.
Fiskur með miklu sméri er afar góður en ekki nógu hollur fyrir mig. Blóðfitan er víst alltof há.



Hvað get ég borðað með soðnum þorski og kartöflum sem er ekki eins óhollt fyrir mig og smér en samt jafn gott?

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki vön því að borða mikið smjör með mat en soðinn fiskur, kartöflur og smjör er það besta sem ég fæ !!! Og ekki verra að hafa gúrku og tómata með ;-)
þegar ég var lítil vildi ég tómatsósu með þessu, þú gætir prófað það

Nafnlaus sagði...

Finnst þér lýsi gott ? sumir setja það útá fisk.

Nafnlaus sagði...

Olive smjör eða kókosfeiti
og hver gefur þér slík ráð ;)

Unknown sagði...

Stelpur mínar nú verðiði að hætta í ruglinu!!! allir vita það náttúrulega að það sem er best með svona góðum mat er bara einn heilbrigður skammtur af sætum strákum, helst sem ekki geta talað svo þeir séu ekki að trufla mann með einhverjum misgáfuðum kommentum, og ef hann er nógu góður þá þarftu ekki einusinni fiskinn...

Nafnlaus sagði...

Á ýsuna duga ekkert nema hamsar. Og blautlegt rúgbrauð með þykku lagi af köldu smjöri. Og svo bara hjartabíllinn fyrir utan húsið.

Jónína Ingibjörg sagði...

Ég á eftir að prófa tómatsósuna, hún gæti virkað.
Hef haft kynni af lýsi út á fisk. Er ekki til í það.
Ertu viss um það Stína að Olive smjör innihaldi ekki harða fitu? Prófa kannski þessa kókosfeiti einhvern tímann, hvar fæ ég hana?
Nína! Hvar fær maður svona stráka?
Steinunn! Þetta var þorskur en ekki ýsa!

Nafnlaus sagði...

Þú mátt fá þér jómfrúar ólífuolíu, línolíu, (full af omega 3), kókosolíu(ekki kókosfeiti), sesamolíu, sólblómaolíu, möndluolíu, ÍSÍO4, Rapsolíu ofl. ofl. en ekki smjörlíki eða smjör, tólg eða mör.

Það er rétt að Olivio er það besta af „smjörinu“ fyrir smjörfíklana og þú ættir að geta etið það með mun betri samvisku.

Hvalspik hefur líka einstaklega góða samsetningu af fitusýrum og er án kólesteróls, þú kannski prófar það og segir mér hvernig það er.

Eins og sést á ég ekki auðvelt með að einbeita mér að próflestri, kann einhver ráð við því?

Nafnlaus sagði...

atrix handáburðurinn klikkar ekki, við átum hann alltaf upp úr dollunni sem börn og þrifumst vel. Mamma alltaf jafn hissa á hvað atrixið væri ódrjúgt. Prófaðu hann út á þorskinn. Annars olíur hvers konar, ég er farin að setja hvítlauksolíu frá pottgöldrum út á soðninguna, nammigott

Nafnlaus sagði...

ég er harðákveðin í því að prófa svona handáburð næst þegar það verður soðinn fiskur hjá mér

Nafnlaus sagði...

ætlaður ekki að prófa hvalspikið Anna?

Nafnlaus sagði...

bin þer dön þet!

Nafnlaus sagði...

Mæli frekar með smjérinu en tómatsósunni, það er svo mikill sykur í þessari tómatsósu og svo skemmir hún fisk-bragðið ;)