sunnudagur, júlí 29, 2007

Nágranninn

Það er Maríuerla að vappa fyrir utan gluggann. Hún er með tvo unga með sér. Annar er voða sprækur og skoppar um allt, en hinn kúrir bara og bíður eftir að mamma komi og mati hann á einni vænni pöddu. Ég hef oft séð hana vappa hér fyrir utan en þetta er í fyrsta sinn sem ég sé ungana með henni. Þegar maður fer út, skoppar hún í austurátt. Það segir mér að hreiðrið hennar sé einhvers staðar vestan við okkur.



Maríuerlur eru algengir fuglar á Íslandi enda stofnstærð að sumri um 100.000 pör. Maríuerlur eru farfuglar sem hafa vetursetu í Afríku. Maríuerlur koma upp úr miðjum apríl en varptíminn er seinni hluta maí og fyrri hluta júní. Eggin eru 6-7 en maríuerlur verpa gjarna í húsum og mannvirkjum ýmis konar. Kjörsvæði maríuerla er kringum vatn og við mannabústaði en einnig í kjarrlendi og í hraunum. Þær lifa á skordýrum sem þær ýmist grípa á lofti eða tína upp af jörðinni en einnig vatna- og landbobbum. Maríuerlur eru alfriðaðar enda skaðlausir smáfuglar sem auðga lífríkið og eru mikið augnayndi.


(Heimild: http://www.islandsvefurinn.is/pages/alife/birds/birdpages/mariuerla.html)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtilega gildishlaðnar ástæður fyrir friðun þessara annars ágætu fugla.

Nafnlaus sagði...

þá er þetta minn nágranni líka - hlakka til að fylgjast með henni þegar ég kem upp eftir (mæti á morgun - þriðjudag) .... hlakka til ;)

Nafnlaus sagði...

ohh, jónína - fyrst montar þú þig af einhverjum fugli fyrir utan hjá þér en eyðileggur það síðan með því að kjafta frá því að þetta sé algengur fugl á Íslandi, 100 þús...

Nafnlaus sagði...

Náttúrufræðiblogg, ja svei og ég sem hélt að þú værir orðin náttúrulaus.

Nafnlaus sagði...

þú ert hafsjór af fróðleik Jónína

Nafnlaus sagði...

Landbobbi, hvað er það?