föstudagur, júlí 04, 2008

Minnisleysi

Ég er svo kölkuð að ég gleymdi um hvað ég ætlaði að blogga rétt á meðan ég opnaði bloggdæmið!
Þetta var án efa afar merkilegt blogg.
Ég man það var stutt og laggott en afar merkilegt!
Það getur verið að ég bæti úr ef rætist úr minninu en það er þó engan veginn víst.
Enda engin sem les þetta hvort sem er.
Ég hef að vísu ekki hugmynd um hverjir lesa og hverjir ekki lesa því ég veit ekki til þess að ég sé með einhvern teljara. Gæti þó verið með fínan teljara án þess að hafa hugmynd um það. Enda er mér nokk sama.
Ég meina, ekki er fólk að senda rithöfundum bréf í hvert sinn er það les bók eftir þá?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þér að segja þá kíki ég reglulega hingað inn og hef gaman af :)
Takk fyrir göngutúrinn og spjallið um daginn, það var mjög hressandi og skemmtilegt...

Kveðja, Þóra frænka

Jónína Ingibjörg sagði...

Það er gott að einhver les.
Ég þakka þér sömuleiðis Þóra. Það var gaman að hitta ykkur mæðgur og gott þegar fólk nennir að drífa mann út í göngu.

Mattý sagði...

Ég les reglulega :-)

Nafnlaus sagði...

Ég les reglulega - hef ekkert annað að gera í ritgerðaskrifum.
Bestu kveðjur norður fyrir heiðar.

Nafnlaus sagði...

Hæ ég kíki hingað inn annað slagið, sérstaklega þegar lítið er að gerast hjá mágkonunni.
Kveðja Gunna Stína