Hinn alþjóðlegi
Nýjustu fregnir af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum herma að við fáum ekki lán frá þeim nema við fáum lán frá öðrum. Hvers lags rugl er það nú? Ég hef ekki hundsvit á þessu en hélt að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn væri einmitt til þess að hjálpa þjóðum í neyð. Þurfum við lán frá þessum auðvaldsherrum ef við getum fengið lán frá vinum okkar og frændum?
Ég held við ættum að leggja allt kapp á að fá aðstoð frá nágranna-, vina- og frændþjóðum og gefa skít í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Gunni formaður hinn góði
Gunni formaður VR er ekki á þeim buxunum að iðrast gerða sinna frekar en flestir þeirra sem hafa líf okkar í hendi sér.
Var að lesa afsökunargrein hans í Fréttablaðinu þar sem hann segist hafa haft hagsmuni VR félaga að leiðarljósi þegar hann samþykkti hinar siðlausu ívilnanir til handa stjórnendum Kaupþings.
Því er haldið fram að það hafi aðeins verið tveir kostir í stöðunni, að falla frá persónulegri ábyrgð skuldara eða eiga það á hættu að stjórnendur seldu bréfin sín með alvarlegum afleiðingum.
Af hverju var allt í einu hætta á því þann 25. september að starfsmenn bankans færu unnvörpum að selja öll bréfin sín í bankanum? Af því að þeir væru allt í einu orðnir blankir? Allir í einu?
Nei það var einfaldlega vegna þess að stjórnendur vissu að staða Kaupþings væri slæm og treystu ekki lengur fjárfestingum sínum í bankanum.
Af hverju samþykkti Gunni góði þessa ívilnun?
Af hverju lagði hann ekki til við lífeyrissjóðinn að bréf hans í bankanum yrðu öll seld hvelli og peningunum fyrir komið á verðtryggðum reikningi í einhverjum Sparisjóði?
Markaðurinn
Talsmenn markaðshyggjunnar rökstyðja markaðskerfið með því að markaðurinn sé sjálfbær. Þ.e. að hann lagi sig að aðstæðum án utanaðkomandi inngripa. Gott og vel. Markaður með fyrirtæki þrífst því á upplýsingum. Virði fyrirtækja ræðst því af því verði sem kaupendur og seljendur verða ásáttir um.
Hvernig vita fjárfestar hvaða verð er raunhæft? Jú, þeir byggja það á upplýsingum og vísbendingum. Þeir skoða m.a. ársreikninga, hlutfall framboðs og eftirspurnar og síðast en ekki síst hverjir það eru sem vilja kaupa eða selja. Ef stjórnendur vilja kaupa bréf í fyrirtæki sínu er það vísbending um að þeir hafi trú á fyrirtækinu. Ef stjórnendur vilja selja í fyrirtæki sínu er það vísbending um hið gagnstæða.
Það er alveg rétt sem stjórnarmenn Kaupþings halda fram að ef stjórnendur og aðrir starfsmenn Kaupþings hefðu rokið til og sett bréfin sín á sölu þá hefði það haft alvarlegar afleiðingar. Það hefði nefnilega verið vísbending til annarra fjárfesta um að bankinn væri ekki lengur traustsins verður.
En það er einmitt það sem markaðurinn snýst um, ekki satt?
Það er alveg ótrúlegt að talsmenn markaðshyggjunnar skuli vera fremstir í flokki með að grípa til handvirkra aðgerða sem þeir eru svo mjög á móti og fella gjarnan undir argasta kommúnisma.
Eða er þetta ekki markaðshyggja?
Er þetta kannski bara eiginhagsmunahyggja?
Látum markaðinn ráða meðan hann er okkur í hag!
Af hverju lagði Gunni góði ekki til að bréf Lífeyrissjóðs verslunarmanna yrðu seld og fjármunum sjóðsins komið fyrir á öruggum stað?
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þetta er góð spurning. Við stjórnvölinn eru loddarar og svikarar, já og landráðamenn.
Mömmu á þing! Eða... ekkert þing og mömmu yfir öllu draslinu!
Ég heimta að hyskið verði sett bak við lás og slá.
Heiðrún
Skrifa ummæli