föstudagur, desember 05, 2008

Allt að gerast

eða í það minnsta eitthvað.

Er flutt að Löngulínu 9 í Garðabæ.
Hef sett Lenín út í glugga en á eftir að hengja rauða fánann á svalirnar.

Það er engin smá vinna að koma sér fyrir í nýju húsnæði. Liðin vika hefur öll farið í það og aðeins farið að sjá fyrir endann á því núna. Vonast til að geta ryksugað og þurrkað af í fyrramálið og slappað af eftir það.

Núna þarf ég að drífa mig af stað á tónleika með kórnum hennar mömmu. Hún er greinilega alltaf að hressast meira og meira og spennandi að vita hvað hún tekur sér fyrir hendur næst!

Eigið góða aðventu og munið eftir því mikilvæga!

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með nýju íbúðina ;) Kíki á þig innan skamms!

Knús í kotið, Þóra frænka

Nafnlaus sagði...

En gott að heyra að þú ert komin suður. Ertu komin með vinnu líka?
Kær kveðja
Kollý

Nafnlaus sagði...

Lenín, hvar var Lenín? Ég sá bara rauðvínsbeljuna og þig. Ekki endilega í þessari röð.

Nafnlaus sagði...

Sakna þín
Ester

Nafnlaus sagði...

Í næstu alþingiskosningum verður farið með þig í óvissuferð þar sem þú átt greinilega ekki erindi á kjörstað. En velkomin í bæinn hlakka til að eiga smá rauðvínskvöld með þér. kv. Hulda

Nafnlaus sagði...

Hvað flogin suður á boginn. og við sem vorum að plana flutning norður það verður þá bara ekkert af því. Ég fæ þá bara gistingu þegar ég fer næst að keppa í garðabæ... kveðja .. Gaui Drengs

Nafnlaus sagði...

Í næstu alþingiskosningum verður farið með þig í óvissuferð... sem líkur með því að þú ert sett í framboð.

Til hamingju með nýju íbúðina.

Nafnlaus sagði...

Drengur er greinilega allur í gríninu - er ekki nóg komið af kommúnistum hér á landi. Við vorum nú einu sinni sammála um það mín kæra en að vísu varstu aðeins rauðvínslegin það kvöld.
H.

Nafnlaus sagði...

Hjá mér eru smákökur og púrtvín alla daga í aðventu. Ég er á leiðinni í heimsókn því auðvitað er mikilvægast að hitta fólkið sitt, vini og vandamenn, en híma ekki aleinn og hálffullur yfir portaranum...

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með flutningin suður og nýju íbúðina elsku frænka! Nú þarf Drengur bara að drífa sig í að klára námið og svo kemur hann í bæinn og þið opnið Lögfræðistofu og gerið það gott ;)
Hlakka til að sjá íbúðina !
þúsund knús og kossar í kotið þitt: *
þín uppáhaldsfrænka ;O)

Jónína Ingibjörg sagði...

Þóra:
Er ekki löngu komið "innan skamms"?
Kollý:
Takk fyrir það. Nei ég er ekki komin með vinnu. Vantar þig ekki hjálp í rannsóknarréttinum?
Sóley:
Ef ekki hefði verið ég og rauðvínið þá hefðir þú séð Lenín. Lenín er hér!
Ester:
Sömuleiðis. Komdu suður!
Hulda:
Ertu ekki örugglega búin að segja þig úr flokknum? Ef þú sérð ekki að þér geri ég allt í mínu valdi til að halda ÞÉR frá kjörstað!
Gaui:
Vertu ævinlega velkominn. Þið Maggi fáið alltaf gistingu. Bara spurning hver sefur hvar!
Drengur:
Kemurðu með?
Hulda:
Passaðu þig á Grýlu!
Steinunn:
Ofboðslega er þetta löng leið!
Stína mín:
Eftir hverju ertu að bíða?

Nafnlaus sagði...

Komdu í heimsókn, gamla kerling, það er langt síðan ég hef heyrt í þér tuðið.

BÖB