Sæl
Langt síðan síðast.
Keypti mér prjóna og lopa í gær. Ákvað að rannsaka hvort ég kynni enn að prjóna. Ég kann enn að prjóna. Fitjaði upp á sokkum eða vettlingum (verður ákveðið síðar) og prjónaði nokkrar umferðir. Það var bara gaman. Veit ekki enn hvaða stærð er um að ræða. Sýnist samt að þetta muni verða plagg fyrir ungling eða smávaxinn einstakling. Skiptir engu máli því tilgangurinn er að prjóna.
Vitanlega hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast. Fermingarveislur, páskar, tónleikar og stelpugleði.
Sóley bauð mér á tónleika með Eyvöru á Nasa og það var vægast stórkostlegt. Hún er án efa ein af þeim bestu.
Lifið heil
fimmtudagur, apríl 30, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Alltaf vissi ég að þú værir einstaklega vel að þér til munns og handa.
Við prjónum þá máske saman á budduleikunum, meðan liturinn er að dökkna?? Á augabrúnunum sko, kannski ekkert sniðugt að prjóna með lit á augnhárunum...
Heiðrún
Á bara að prjóna endalaust? Maí júní júli...
Hvað ertu búin með margar peysur??
Skrifa ummæli