Andleysið er í algleymingi þessa dagana.
Skólinn er byrjaður aftur og mér líst nú ekkert illa á.
Í gær var kröfuréttur II og í dag var það doktor Herdís með stjórnskipunarrétt.
Hef líka ráðið mig í hlutastarf við bókhald skólans og fór að skoða það núna áðan. Líst líka ágætlega á það og vonandi að ég hafi tíma til að sinna því með náminu. Það verður bara að koma í ljós.
Bagginn minn gengur nú svona og svona... mætti ganga hraðar en vonandi er ég að sjá fyrir endann á þessu helvíti. Langar að útskrifast þann 16. september en veit ekki hvort það tekst.
Sóley hefur ráðið sig í hlutastarf á bókasafninu og Guðný á kaffihúsið þannig að við verðum allar að vinna eitthvað með náminu og getum þá kannski leyft okkur eitt og eitt rauðvínsglas.
Lifið heil,
zaijian
þriðjudagur, september 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Skál fyrir skólastelpunni. Sé þig vonandi með eitt glas eða svo um helgina. :-)
Duglegar stelpur að nenna að fá ykkur vinnu :)
Og gott að þér er farið að lítast betur á námið.
Hafðu það sem allra best.
Gott að allt gengur vel þarna á Bifröst ekki langt á milli okkar ef þú ert á ferðinni í smá kaffisopa eða eitthvað annað knús kveðjur frá Brynju og Co á skaganum:)
jæja.... Jónína mín þú ert nú held ég einhver sú svartsýnasta manneskja sem ég þekki.... en ég hef annars fulla trú á að þú náir að útskrifast 16. sept ! þú ert nú ekki hrútur fyrir ekki neitt, þrjóskari en andsk..... ;)
Skrifa ummæli