
Stjörnuspá mín fyrir daginn í dag:
HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Hrútnum fannst líklega þegar hann vaknaði í morgun að eitthvað alveg sérstakt væri í vændum. Svo sannarlega eru atburðirnir sem framundan eru hrein snilld, en það er líklega vegna þess að þú ert til í að horfa öðruvísi á þá.
Sóley færði mér svo þessa stjörnuspá sem trúlega gildir fyrir vikuna:
HRÚTUR
Gæfan er þér hliðholl þessa dagana. Nýttu tækifærið og taktu áhættu, hún á eftir að borga sig.
Passaðu þig samt á ljóshærðu fólki vegna þess að Venus er í þriðja húsi hrútar og getur það leitt til óæskilegra þungana.
5 ummæli:
Þakkaðu bara fyrir að ég er gerviljóska og mig skortir allan útbúnað til að barna þig. Annars er ég nú viss um að það yrði afbragðs gáfað barn :-)
Hahaha... þetta þykir mér fyndið :)
Sóley: Ég vona að þig skorti líka áhugann. Eða þarf ég að fara að læsa að mér?
En já.. það yrði undrabarn.
hahaha, þessar stjörnuspár eiga víst við mig líka og sem betur fer er minn maður skolhærður!! annars hefði skírlífsbeltinu verið skellt á þessa vikuna!!! Gerðu svo bara eins og stjörnuspáin segir til um! borgar sig nokkuð að taka sénsin!?!
Til hamingju með áfangann elskuleg Jónína Ingibjörg! Þú ert auðvitað langflottust :)
Skrifa ummæli