laugardagur, desember 02, 2006

Draumablogg


Mig dreymdi í nótt að ég hefði sett hér inn einhverja gríðarlega góða færslu. Draumurinn var svo raunverulegur að mitt fyrsta verk í morgun var að kíkja á þetta fína blogg. Ekkert blogg, bara draumur!

Annars er ekkert að frétta.
Prófin nálgast ískyggilega hratt.
Er að reyna að vinna í ritgerð í alþjóðlegum skattarétti.
Ætla að reyna að skrifa um það hvernig OECD hefur leitast við að skýra hugtakið lágskattasvæði (Tax haven). Þetta þurfa að vera um 4.500 orð.
Held það sé nokkuð ljóst að ég verð aldrei fræðimaður á sviði lögfræði.

Snjóaði í nótt. Allt hvítt og afskaplega fallegt veður í Norðurárdal í dag.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins gott að þig dreymdi ekki að þú værir búin með ritgerðina. Það hefði verið svakalegt.

Nafnlaus sagði...

JÁ, það hefði verið svekkjandi ...

Nafnlaus sagði...

Það hefði kannski ekki verið svo slæmt því þá vissir þú núna hvernig ritgerðin væri og þyrftir ekkert annað en að pikka hana inn. Þú hefur greinilega ekki verið andvaka gullið mitt. Gangi þér vel í skrifunum.

Nafnlaus sagði...

mikið öfunda ég þig af ritgerðarefninu, hehe