miðvikudagur, desember 06, 2006

Nýr og betri maður

Mamma hringdi og spurði hvort ég væri enn í stresskasti. Ég sagði svo ekki vera. Það væri ekki sökum þess að það væri minna að gera, nema síður væri. Pressan orðin enn meiri en síðast þegar ég talaði við hana, en ég rólegri. Veit ekkert af hverju. Þá datt mömmu í hug vísa eftir Þórarinn Eldjárn:

Hér áður fyrr var angist mín svo sterk

ég endaði sem flak og taugabingur

af því ég kom aldrei neinu í verk

og ævi mín var stanslaus vítahringur


En allt er breytt, nú uni ég mér glaður

og ekkert hamlar lengur mínum frama.

Nú er ég orðinn nýr og betri maður,

nú kem ég engu í verk – og er skítsama.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahha... en ég skil þig vel! Það er alltaf nóg að gera og nú meira ef oft áður en upp er komið ákveðið kæruleysi (betra að nota orðið æðruleysi...maður veit að þetta bjargast einhvern veginn) ... svo er bara að vona að kæruleysið/æðruleysis sé nú ekki of mikið!!!

Gangi þér vel, darling !!!

Maja pæja sagði...

ohooo ég þarf að komast á þetta stig.. er að pissa í mig af stressi og þetta fer allt í stresskúluna mína fyrir neðan hálsinn...

Nafnlaus sagði...

gangi þér vel í skólanum,, kannski maður sjái þig bregða fyrir í jólafríinu ef eitthvað verður :)

knús Þóra frænka

Nafnlaus sagði...

I'm feeling it!!!

Maja pæja sagði...

ps. sko halla.. kæruleysi og æðruleysi er sko ekki einu sinni neitt svipað !!

Nafnlaus sagði...

Ég á heima á skattlandi, skattlandi, skattlandi. Ég á heima á skattlandi, skattlandinu góða.