Ég er skráð á svokallað "Nú"
Þetta þýðir að ég fæ tölvupóst einu sinni á sólarhring þar sem ég tek þátt í einhvers konar auglýsingakönnun. Ég er sem sagt að taka þátt í ódýrri auglýsingaherferð fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Að launum get ég svo fengið verðlaun af ýmsum toga.
Ég hef fengið fullt af verðlaunum en þau eru aldrei án útgjalda.
Ég hef tvisvar fengið ókeypis mynd á myndbandaleigu í miðbænum. Hvað kostar að fara frá Bifröst og sækja diskinn og svo aftur til Reykjavíkur til að skila honum?
Fékk einu sinni ávísun á tveir fyrir einn á veitingahúsi í miðbænum. Fékk Gunnu systur með mér og ég fékk vondan mat á hálfvirði. Hefði samt ekki kostað mig neitt ef ég hefði bara látið Gunnu elda eitthvað voðalega gott heima hjá sér.
Um daginn fékk ég svo ávísun á 25% afslátt af mat á þessum sama veitingastað. Beðið er um að maður taki það fram áður en maður pantar að um slík verðlaun sé að ræða. Af hverju?
Fæ ég þá einhvern annan mat? Er það vegna þessa sem ég fékk miður góðan mat síðast? Þegar ég tók það fram, áður en ég pantaði, að ég væri með ávísun á ódýran mat?
Af hverju er ég að taka þátt í þessu?
Ég bara hef ekki hugmynd um það. Gæti verið vonin um að fá almennileg verðlaun. Gæti verið að ég sé fegin að fá truflun frá mínu daglega amstri. Gæti verið að mér finnist gaman að fá tölvupóst... sama hver sendir. Það er ekki gott að segja en samviskan segir mér að ég eigi alls ekki að taka þátt í svona rugli
miðvikudagur, desember 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Jaa það er nú lítið meira um þetta að segja.
Ég kvarta ekki yfir minni þáttöku í þessu þar sem "þetta" er eini vinur minn sem sendir mér póst reglulega.
já, þetta er stóra spurningin, af hverju ertu að taka þátt í þessu? af hverju er ég í áskrift í happdrætti (hef ALDREI unnið neitt). Þetta hlýtur að vera vonin um þann stóra sem heldur manni í þessu...
Prófaðu að fara á aðfangadagsmorgunn og ef þú færð skötubuff og rúgbrauðssúpu út á miðann þá veistu svarið.
Hafðu það gott yfir jólin og áramótin ;)
Skrifa ummæli