sunnudagur, desember 10, 2006
Viðutan
Það er margt að hugsa þessa dagana; ritgerðir og próf. Því var það svo að í dag var ég venju fremur viðutan. Ég var að koma hérna heim til mín í herbergi 407 í Hamragörðum og gekk niðurlút og hausinn á fullu að hugsa um vangaveltur OECD í skattamálum. Ég tók snögga beygju til vinstri og opnaði dyrnar að herberginu mínu, enn með augun á gólfinu. "Hva! ég var að skúra í gær" hugsaði ég er ég rak augun í blett á gólfinu. "Bíddu nú við! Hver hefur losað ruslið?" hugsaði ég er augun námu ruslapoka rétt til hliðar við blettinn. Á sekúndubroti runnu fjölda hugsana í gegnum hugann á meðan ég var að lyfta hausnum frá bringunni; "Eru komnir gestir?", er ég orðin rugluð?" Þegar hausinn á mér var kominn í þá stöðu að augu mín námu afganginn af herberginu stökk ég hæð mína. ÞAÐ SAT UNGUR MAÐUR Í STÓLNUM MÍNUM! Á sekúndubrotabroti rann sagan um Mjallhvíti og dvergana sjö í gegnum huga minn. "Úppss... ég er að villast. Fyrirgefðu" Í stólnum sat íbúinn í herbergi 405............. heima hjá sér !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
HAHAHAHA
Var hann karlkyns? gastu ekki misnotað hann eitthvað ?
kollý, vinsamlegast ekki vekja beastið í jónínu, hún er verri en mikjáll nokkur jakkson þegar hún kemst á skrið...
Kollý: Segi ekki orð! Varir mínar eru innsiglaðar.
Anna allramildilegasta: Óþokki!
SKO!
Ef maður passar sig ekki á því að múta þessum unga dreng og þegja yfir atburðinum er maður eitthvað úti að aka ennþá. Er eitthvað meira um þennan atburð sem þú vilt segja okkur frá Jónína mín. Bíð spennt:)
Það sem fylgdi ekki sögunni var það að Jónína borðaði urriða þetta kvöld.
ha ha ah þetta minnir mig á þegar að ég fór inn í vitlausan jeppa um daginn. Var með Birnu og við skruppum inn á bensínstöð og þegar að e´g kom út fór ég upp í vitlausan jeppa!!
Hí hí... Maður hefur nú lent í ýmsu skal ég segja þér. Þegar ég bjó í hamragörðunum, þá stóð ég stundum fyrir utan vitlausa íbúð og var að fara labba inn, en gerði nú reyndar aldrei.
Hinsvegar dó ég næstum úr hlátri þegar majbritt settist upp í allt annann bíl á bensínstöðinni.
Við erum óttarlegir klaufastrumpar :)
Skrifa ummæli