fimmtudagur, janúar 25, 2007

Gamla gufan

Gamla gufan er orðin uppáhaldsútvarpsstöðin mín.
Er ég orðin gömul?
Hlusta reyndar mjög lítið á útvarp en kveikti á sjónvarpinu í morgun og þá var það að senda út gömlu gufuna. Laufskálinn er á dagskrá og verið að spjalla við einhverja konu um veraldarvefinn, afar athyglisvert.
Kosturinn við Gömlu gufuna er að hún er svo róleg. Það er ekki verið að reyna að láta mann hlusta á sem mest á sem skemmstum tíma. Þar er bara spjallað í rólegheitum án þess að láta einhverja áleitna tónlist yfirgnæfa spjallið.
Þetta er ekki smart. Ég geri mér grein fyrir því. Það er ekki í tísku að vera rólegur. Það á alltaf allt að vera á fullu. Alltaf eitthvað að vera að gerast.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

A ha! Hér er greinilega um erfðasjúkdóm að ræða.

Nafnlaus sagði...

Gufan rúlar, það er mikið hlustað á hana á mínu heimili - gó Gerður G. Bjarklind!!!

Nafnlaus sagði...

Viðurkennið það bara. Þið eruð öll spennufíklar sem bíðið eftir því með öndina í hálsinum að einhver yfirgefi þennan heim á meðan á útsendingu stendur. Eruð örugglega búin að veðja um hver deyr fyrst.

Nafnlaus sagði...

djöfulli ertu séð, það eru reyndar ekki nema gufugleypar sem hafa svona háþróaðan hugsunarhátt að átta sig þessu samhengi - þannig að ég geri ráð fyrir að þú sóley sért gufugleypir í afneitun!!