þriðjudagur, janúar 09, 2007

Myndavélar

Það er rosaflott að eiga stafræna myndavél. Maður getur bara smellt af í gríð og erg án þess að hafa áhyggjur af framköllunarkostnaði. En þá tekur við annað vandamál! Maður þarf að taka myndirnar af myndavélinni og setja inn í tölvuna sína. Það tekur mun lengri tíma en að fara með filmu í framköllun. Þetta þýðir að ég er með fulla myndavél af myndum en má aldrei vera að því að setja þær yfir í tölvuna mína.
Af hverju gaf ég mér tíma til þess þegar ég var í Kína?
Kannski af því að þar var ekki hægt að horfa á sjónvarpið?

Lifið í lukku en ekki í krukku

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heitir þetta ekki bara verkkvíði???
;)
mér finnst alla vega mun minna mál að setja myndirnar inn á tölvu en að keyra á framköllunarstað, sækja þær svo aftur degi seinna og raða svo í albúm!! eða hvað??

þúsund kossar og knús til þín...

Nafnlaus sagði...

já og grasið er ekki grænna hinum megin ;) híhíhí

Jónína Ingibjörg sagði...

Gerðu grein fyrir þér anonymous

Nafnlaus sagði...

Sko ef það tekur styttri tíma að fara með þær í framköllun þá hlýtur þú að heita Hans og vera Petersen

Jónína Ingibjörg sagði...

Ég játa mig sigraða!
Kveðja,
Hans Petersen

Nafnlaus sagði...

alltaf er ég viss um með skrifhætti mínum að þú vitir hver ég er!!! : / en ég mun vera þín guðdómlega frænka Kristín Sigríður Arnlaugsdóttir:)

Béskotans nafnlausu bleyður!

Takk fyrir þetta elsku frændi, hef nú ekki verið talin bleyða hingað til en skal taka þessi orð þín til umhugsunar og vera ekki nafnlaus bleyða í framtíðinni ;)

Nafnlaus sagði...

Hver önnur getur það verið en hún stína frænka sem skrifar: "þúsund kossar og knús til þín" :)

Nafnlaus sagði...

Akkúrat :) sko frændi , þú átt greinilega 2 bleyðufrænkur, hehe!!