Var búin að skrifa þennan líka stórkostlega texta en allt hvarf!
Var einnig að reyna að setja myndir á myndasíðuna en það tókst ekki!
Hvað er í gangi?
Fór á Bifróvision á föstudaginn. Rosalega gaman! Þóra bauð okkur Emmellingum í kokteil fyrir Bifró og á hún heiður skilinn. Besta atriði sigraði og ég dansaði eins og John Travolta og daðraði við unga menn. Fór samt ein heim...... skrýtið!
Einhver baktería hefur verið sveimandi á Bifró því ég er búin að vera með einhvern flensuskít frá því á mánudag og fleiri í hópnum hafa orðið fyrir barðinu á flensunni.
Hef fylgst með Breiðuvíkurmálinu og er satt að segja búin að gera mér grein fyrir því hversu heppin ég er. Það er víst ekki sjálfgefið að eiga hamingjuríka æsku. Ég bara fæ ekki skilið hversu mannskepnan getur verið miskunnarlaus. Hvernig er hægt að koma svona fram við saklaus börn? Ég er fegin að skilja það ekki. Þetta herðir enn frekar á þeirri skoðun minni að við verðum að hugsa vel um börnin okkar, þ.e. við öll verðum að hugsa vel um þau börn sem ekki eru þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta góðra foreldra. Það er undir okkur komið sem þjóð að reyna að skapa góða þjóðfélagsþegna framtíðarinnar.
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Heyr heyr frænka góð tek undir þessi orð þín kv Brynja Akranes...
Vil byrja á því að segja við þig; Láttu þér batna og vá, hvað þú varst flott á Bifró - og á dansgólfinu! Finnst enn skrítið að hugsa til þess að þú hafir farið ein heim ;) thihi
En að þessu sorglega breiðavíkurmáli, þá hafa ófá tárin runnið og ég gæti ekki verið meira sammála þér! Sérstaklega um að við, þjóðin sem heild, verðum að taka ábyrgð á öllum börnum landsins - sem væntanlegum nýtum og góðum þjóðfélagsþegnum!!!!
úff ég er svo sammála þér með að við sem þegnar í þessu þjóðfélagi þurfum að vera vel vakandi varðandi börnin okkar. ég verð svo reið þegar svona umræður eru í gangi og skil bara ekki hvernig nokkur geti verið svona ógeðslegur og eyðilagt líf lítilla barna....
....láttu þér nú batna kæra frænka
kveðja, Þóra frænka
Þeim er nær að eiga fátæka foreldra
Kæru frænkur og Halla: Þakka hlý orð í minn garð
Pétur: ÞEGIÐU!
Er sammála Höllu, skil ekkert í því að þú hafir farið ein heim. Þetta Breiðavíkurmál er það sorglegasta sem ég hef heyrt lengi.
jæja, hvar ertu? ertu nokkuð að sökkva þér ofan í þunglyndi yfir því að vera ein á valentínusardaginn?
já og koma svoooo!!!
Skrifa ummæli