föstudagur, janúar 28, 2005

Botnakeppnin vinsæla

Sælt veri fólkið.
Nú er ég búin að bíða ægilega lengi eftir meiri þátttöku í botnakeppninni og gefst upp.
Esther! Þú sigrar aftur!
Drengur! Betur má ef duga skal en eigi skal upp gefast!
Aðrir! Er þetta alveg glatað hjá mér að vera með svona keppni?
Allir! Ef þetta er ekki glatað endilega komið líka með tillögur að fyrripörtum!

Vísan verður þá svohljóðandi með sigurbotninum:

Vísubotninn verður að
vera þannig gerður.
Hann hafi rím og höfuðstaf.
Hér reglum fylgja verður.

Til hamingju Esther!

Næsti fyrripartur:

Birtur verður bráðlega
betri fyrripartur.

Jæja elskurnar mínar. Endilega verið dugleg að botna þetta.
Fylgist svo endilega með þegar ég birti nýjustu fréttir af sambúðarmálunum!

Lifið heil.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ehhumm... Ég hélt fyrst að um einhverja afturendakeppni væri að ræða. Fannst það þó skrítið að Móðirin í Miðgarði væri að styðja þess háttar leiki.
Hérna er mitt framlag í þessa keppni.

Birtur verður bráðlega
betri fyrripartur.
Sá verður sannarlega
betri en þessi seinnipartur.

Sigrún skáld!

Nafnlaus sagði...

ps. Ég vil fá verðlaun þegar þú ákveður að ég hafi sigrað þessa afturendakeppni!

Sigrún skáld