þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Sambúðin

Var búin að segja frá því að Biggi flutti aftur heim. Nú er Biggi fluttur aftur út. Þetta er náttúrulega þvílík sápuópera. Jón Helgi fékk úthlutað stóru herbergi hér í næstu íbúð sem Bigga datt í hug að hann þyrfti nauðsynlega að fá svo þeir skiptu aftur.
Nú búa sem sagt hér með mér í Miðgarði 1 þeir Hörður bakari og Jón Helgi.
Biggi gat nú samt ekki hugsað sér að fá ekki að borða almennilega þannig að hann fékk náðarsamlegast að halda stöðu sinni í matarklúbbnum.

Vona að ég þurfi ekki að flytja fleiri fréttir af þessum vettvangi. Held bara að ég þoli ekki meiri breytingar!



3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja Jónína snjónína!!! Hvernig er það, á ekki að fara að koma nýtt blogg fröken?????
Bíð spennt....
Lóa nágranni

Nafnlaus sagði...

Ég tek undir með Lóu. Væri nú gaman að fara að fá eitthvað nýtt inn á síðuna.
Alda á efri

Nafnlaus sagði...

Elsku Njónína
hvernig er það með þig .... taka nýju sambýlingarnir svona mikinn tíma að þú getur ekki séð þér fært um að sjá okkur hinum um fréttir af þínu glamúrlífi ????? hmhmhm+
sakna þín rosalega mikið......
fullt af kossum og knúsi frá mér
Harpa