Ég vissi þetta alltaf. Ég er ekki efni í góðan bloggara. Ég veit til dæmis aldrei hvað ég á að skrifa hér, það gerist aldrei neitt merkilegt. En ég þarf t.d. núna að útnefna sigurvegara í botnakeppninni vinsælu. Þetta eru að sjálfsögðu öfugmæli því ég undra mig á því hversu lélegar undirtektir þessi botnakeppni hefur fengið. Ég ætti kannski að stofna annarskonar keppni? Kannski örsögukeppni?
Jæja þá er það vinningshafinn í þarseinustu botnakeppni en það er hún Sigrún mín á Heygum sem hlýtur vinninginn fyrir sinn botn sem hljómar svona með fyrripartinum:
Birtur verður bráðlega
betri fyrripartur.
Sá verður sannarlega
betri en þessi seinnipartur.
Til hamingju Sigrún mín, þú kemur og sækir verðlaunin þegar þú kemur heim frá Þessalóniku.
Svo er það seinni fyrriparturinn sem hún móðir náttúra lagði til keppninnar en þar keppa tveir um vinninginn. Til hamingju Iða Marsibil þú hefur sigrað og getur sótt vinninginn í Miðgarðinn. Vísan alvestfirska hljómar þá svona:
Fundið hef ég fyrripart
Feykilega góðan
Sýnist svona frekar margt
Smella nema "móðan
Lifið heil
fimmtudagur, mars 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jahá, kærar þakki fyrir það, Jónína mín!
En
hvað er í verðlaun? Ég fer svo oft í Miðgarðinn .. droppa við á neðri hæðinni við tækifæri;)
Skrifa ummæli