Brúðkaupið hefði ekki getað gengið betur og varð bara með skemmtilegri brúðkaupum. Ég veit ekki betur en að nýju hjónin séu bara enn í skýjunum og verða það vonandi um ókomna tíð. Hér væri við hæfi að koma með góð ráð til þeirra en ég held ég sé nú kannski ekki rétta manneskjan til þess..... eða hvað???
Fór ásamt Steinunni og Ester til Þórshafnar helgina 24.-26. júní til að halda upp á fertugsafmælið hennar Heiðrúnar. Það var vægast sagt afar skemmtilegt. Veðrið var gott og allt í stíl við það. Myndir af fagnaðinum má nálgast hér
Föstudaginn 15. júlí fór ég svo ásamt Sævari til Hvammstanga að halda upp á þrítugsafmælið hans Nonna. Það reyndist einnig hin besta ferð og fínasta afmæli.
Það hefur sjálfsagt ýmislegt fleira drifið á daga mína síðan síðast en ég er nú ekki minnugasta manneskja í veröldinni !!!!
En snúum okkur þá að botnakeppninni:
Ég finn það í hvert sinn sem ég ætla að fara að dæma þessa keppni að mér er meinilla við að gera upp á milli..... ekki botna, heldur fólks. Mér finnst bara að allir sem nenna að taka þátt í þessari vitleysu í mér eigi heiður skilinn. Annars er það ekki svo mikið að nenna heldur meira að þora, held ég. Hvað haldið þið?
Ég hef því ákveðið að allir þeir sem tóku þátt í þessari sumarbotnakeppni hafi unnið !!!
Til hamingju duglega fólk!
Anna! Ég verð að hryggja þig með því að ég get því miður ekki botnað dulmálið......... þú kannski deilir lausninni með mér við tækifæri?
En seinni botninn þinn? Er það heimboð frá þér til mín eða frá mér til þín? Þú átt að vita að þú ert alltaf velkomin í heimsókn til mín en hafir þú ekki vitað það þá veistu það núna.
Eigum við eitthvað að vera að deila þessu pabbamáli með Björgu??
Björg! Farðu að vinna!
Fleira er ekki í þættinum í kvöld.
Verið þið sæl.
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hey góan mín!! Ekki er það ég sem er að blogga í vinnunni... ha?? Er sveitt hérna alveg að vinna á fullu.. hrmpf!!! En hvað er með þennan single sexy dad... verður að deila þessu memmér... múhahaha!!!
Björg!
Farðu að vinna!
Jónína, ég veit ekki hvort ég hef sagt þér það áður en þú ert bara snillingur!!
Skrifa ummæli