mánudagur, september 05, 2005

Upphaf endalokanna

Jæja þá er nú fyrsta skóladeginum þetta haustið lokið. Það er alveg ótrúlegt að nú sé að hefjast fjórða árið mitt hér á Bifröst, mér finnst eins og það hafi bara verið í gær sem ég kom hingað í fyrsta sinn til að setjast á skólabekk.

Það er alltaf jafn gaman að koma hingað á haustin og hitta allt fólkið, fá nýjustu fréttir og takast á við ný verkefni. Ég á eftir að sakna þess á næsta ári.... nema ég haldi bara áfram og taki meistarann. Aldrei að vita.

Dagurinn í dag fór í Verðmat fyrirtækja. Man ekkert hvað kennarinn heitir... Gunnar held ég.... hann var ekkert sérlega greinilegur en ég hlakka samt til að læra meira um það sem veldur því að sumir stjórnendur ná að auka verðmæti fyrirtækja sinna gríðarlega á meðan öðrum tekst kannski ekki eins vel upp. Til dæmis hefur verðmæti Bakkavarar aukist um tæplega níuhundruð prósent á síðustu fjórum árum!!!!! Það er nú ekki lélegt.

Jæja nú eru strákarnir mínir komnir úr nesinu með slátrið og kartöflurnar og mál að fara að stjórna í matargerðinni. Í kvöld ætla ég svo að passa hana Heru Mist frænku svo að hún Borgný komist á nýnemakynningu.

Góðar stundir.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vodalega a madur nu eftir ad sakna tin samt i vetur. Sniff sniff!!!

Nafnlaus sagði...

Maður missti bara alveg af því að kveðja þig - takk fyrir pillurnar, gott að þær gerðu gagn. Varðandi verðmat fyrirtækja:


Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef fram eftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum. ---

Ég get gefið þér góð ráð sagði Reykvíkingurinn.

Ég er ráðgjafi með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira.
Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hér heldur getur flutt suður. ---

Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. -

Svona 20-25 ár. sagði ráðgjafinn
En hvað svo? spurði fiskimaðurinn. ---

Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með marga milljarða.-- Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo?

Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur fram eftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!

Heyrumst
Steinunn I

Nafnlaus sagði...

Hallú Nína frænka....

Var alltaf með síðuna þína í favorites um og eftir jólin og einhvað langt fram á vorið, en þegar þú hafðir ekki enn skrifað svo mikið sem eitt orð þá henti ég þér út í kuldinn og ályktaði sem svo að þú værir hætt þessu. En svo dett ég hér inn fyrir þvílíka tilviljun og viti menn.... hún er löngu byrjuð aftur! Til hamingju........ leyfi þér aftur inn í favorites.......
haustkveðja Íris litla frænka í Kefcity

Nafnlaus sagði...

Bara svona smá pæling.
Þarftu ekki að fara að breyta titlinum á síðunni í ,,mamman í Ásgarði"? Eða kannski ekki, Það hljómar ekki jafn vel.

Kveðja, Bogga nágranni og frænka

Miss Marsibil sagði...

Það er satt, það hljómar ekki eins vel að vera mamman í Ásgarði eins og mamman í Miðgarði... En... hvernig væri að vera þá bara amman í Ásgarði? Eru strákarnir ekkert að fara að fjölga sér... glott spott

Jónína Ingibjörg sagði...

Sko jú jú þeir eiga báðir börn, drengirnir mínir hér í Ásgarðinum svo þetta er ekki vitlaus hugmynd.