þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Fjárfestingar og fjármálamarkaðir

Klukkan er núna 1:51 á aðfararnótt þriðjudags.
Í dag klukkan 8:00 þarf ég, ásamt fleirum, að kynna verðmat á Marel sem ég, ásamt fleirum, hef verið að dunda við að gera síðastliðna 7 daga.
Sumir kynnu því að velta fyrir sér af hverju í ósköpunum ég er ekki farin að sofa ef ég á að vakna eftir aðeins 5 tíma til að standa mig í kynningu. Jú, það er nú vegna þess að við Lóa getum ekki hætt.... erum í sambandi á msn að leggja síðustu hönd á kynninguna.
Þetta verkefni sem við fengum er gríðarlegt. Kennaranum fannst það samt ekki. En til gamans má geta þess að nemendur hafa verið að gera álíka verkefni sem misserisverkefni. Fyrir þá sem ekki vita hvað það er .... ég nenni ekki að útskýra það hér og nú.

Lóa! Takk fyrir samstarfið!

Lifið heil

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh Jónína mín, manni hlýnar bara um hjartarætur!!!
Takk fyrir samstarfið sömuleiðis, þetta eru búnir að vera dásamlegir dagar í verðmatinu.....híhíhí....eða eins og gellurnar segja það....víííí..gegt mar!!!
En þar sem við höfum eytt ókristilega miklum tíma saman síðastliðna daga....finnst þér ekki kominn tími til að opinbera okkar lesbíska samband sem hlýtur að vera til staðar.....allaveganna ef að kenningin sem segir að gagnkynhneigð sé smitandi stenst?!?!?!
Massa smassi á þessa kynningu hjá okkur á morgun!!!!
LENGI LIFI VERÐMATIÐ!!!!!!!!

Jónína Ingibjörg sagði...

Ja, mér skilst að lesbískt samband innihaldi kynlíf.
En, hvað veit ég?
Þar til ég verð vör við það er ég ekki tilbúin að opinbera neitt.
(Bara svona okkar í milli; vertu samt ekkert að láta mig verða vara við það)
Farin að sofa.
Góða nótt.

Jóna sagði...

Dónaskapurinn í okkur að vera ekki búin að bjóða Lóu að koma með þér í jólaheimsókn. Okkur datt bara ekki í hug að þetta væri orðið svona alvarlegt;)