Kynningin gekk bara vel í morgun. Held að kennarinn hafi verið bara nokkuð ánægður með okkur þrátt fyrir skort á markaðsvirðingu skulda og reikningsskekkju á einum stað.
Er orðin stjörf af þreytu... sofnaði náttúrulega ekki fyrr en undir morgun... var orðin eitthvað uppskrúfuð og gat bara ekki sofnað þrátt fyrir gríðarlega þreytu, eða kannski vegna hennar?
Hef núna undanfarna tvo tíma verið að reyna að sofna en ekkert gengur. Ætli það sé svona sem fólk lendir inn á Kleppi með sjúkdómsgreininguna; "lærði yfir sig"
Auglýsi hér með eftir starfi í greiningardeildum bankanna þar sem ég þykist orðið geta verðmetið fyrirtæki. Vil fá 500 þúsund kall á mánuði í byrjunarlaun.
Skrýtið samt. Ég var í fagi í haust sem hét Verðmat fyrirtækja og lærði ekki að verðmeta fyrirtæki. Þetta fag heitir Fjárfestingar og fjármálamarkaðir og ég lærði heldur ekki að verðmeta fyrirtæki þar.... þ.e. þar til ég þurfti að djöflast í gegnum þetta verkefni...... skrýtið!
Ég þoli ekki að geta ekki gert íslenskar gæsalappir í þessu bloggi. Kann það einhver?
Fuglinn segir bí, bí, bí.
Bí, bí segir Stína.
Kveldúlfur er kominn í,
kerlinguna mína.
Góðan dag.
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Leiðinlegt að missa af kynningunni hjá ykkur! Þú tekur mann kannski bara í einkatíma í verðmati fyrir próf, ef það verður heima hjá mér - lofa ég að það verður GAMAN hehehe
Skrifa ummæli