miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Megas er snillingur!

Er að horfa á Kastljósið. Þar eru staddir meðlimir Megasukks og Megas þar á meðal, vitanlega. Þeir eru að kynna nýju plötuna sína sem þeir segja innihalda gleðipopp. Það er skemmst frá því að segja að Megas er snillingur í tilsvörum. Spyrillinn vildi meina að platan innihéldi klám en Megas hélt nú ekki. Þvert á móti. Þar væri antiklám. Spurning hvað það er .............

Hlakka til að heyra það með eigin eyrum.

3 ummæli:

Miss Marsibil sagði...

Heheheh... leiðinlegt að missa af þessu. Hvernig hefur þú tíma til að horfa á sjónvarpið??? :)

Jónína Ingibjörg sagði...

Hafði ekki tíma. Horfði með öðru auganu á sjónvarpið og hinu auganu á tölvuskjáinn;)
En svo er ég nú ekki í Hagnýtri Hagfræði.......

Nafnlaus sagði...

Ég sá þetta í kastljósinu. Spyrillinn varð eins og teprulegur kaþólikki eða hreinn sveinn. Antiklám hljómar vel nú á dögum ofurklámvæðingar og kynlífsfirringar sem við konur eru svo sannarlega ekki búnar að bíta úr nálinni með. Megas er er algjör snilli, satt er það. Hver hefur ort betur um Jónas, Jón Sigurðsson, Snorra Sturluson, Silla og Valda, Moby Dick? Sminkurnar hefðu þó alveg getað skrapað af lúkunum á honum og jafnvel klippt neglurnar eða skolað úr hárlýjunum. Svona er maður smáborgaralegur. Megas lengi lifi! Steinunn I