Silent bauð okkur í mat í kvöld. Eldaði kjúkling og brúnaði kartöflur. Þetta var fínt. Hann og Bakarinn voru í mat hjá okkur á mánudagskvöldið sem trúlega var ástæðan fyrir þessu matarboði núna.
Mér datt eitthvað svakalega sniðugt í hug í gær til að skrifa um hér á veraldarvefinn. Ég var upptekin í verkefni þegar mér datt þetta í hug en hugsaði með mér; "Ég skrifa um þetta næst þegar ég hef tíma" Nú hef ég tíma, eða stel tíma og hvað gerist? Ég man náttúrulega ekkert hvað þetta var sem mér datt í hug í gær, nema að þetta var algjör snilld!
Af hverju man ég að mér datt eitthvað í hug og af hverju man ég að ég ætlaði að leggja þetta á minnið og af hverju man ég hvar ég sat þegar mér datt þetta í hug og af hverju man ég að mér datt þetta í hug í gær, en get svo engan veginn munað hvað þetta var sem mér datt í hug?
Góðar stundir
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Veistu það, elsku vinkona að ég kannast mjög vel við þessa "gleymsku" í manni... liggur við að mar verði að hafa vasabók í vasa.. en það er náttlega svo halló eitthvað :)
Á ég að lána þér minniskubb ????
Bíddu.. minniskubb... hvað er það... var þetta ekki "memory-bird" eða "fugl" hehehehe
já þetta var frábært matarboð, Heyr Heyr. Vonadi bjóða þeir okkur sem fyrst aftur. Hlakka svooooooooo til þess.
kveðja
Skrifa ummæli