Prófið gekk ágætlega en við skulum spyrja að leikslokum.
Nú eru nokkur verkefni óunnin og þar með talið lokaverkefni í verðmati fyrirtækja. Þetta lokaverkefni gildir 50% og kemur í staðinn fyrir lokapróf. Ég er að berjast í þessu núna og gengur frekar hægt og illa. Ég þarf að bera saman V/H hlutfall tveggja fyrirtækja við sambærileg fyrirtæki erlendis. Er búin með Landsbankann og Danske Bank og er núna að berjast við Straum og Carnegie. Fatta ekki alveg hvað er að gerast þar.... en það kemur... það endar alltaf með því.
Ég fór á athyglisverðan fund í gær. Rektor boðaði allar konur á þriðja ári á fund með sér. Nú skyldi taka á launamuni kynjanna. Ég verð að segja að þetta er afar gott framtak hjá Runólfi. Það er ýmislegt sem við konur getum lagað sjálfar og svo eru það viðhorf atvinnurekenda sem eru jú smátt og smátt að breytast. Stefnan er að halda með okkur einhverskonar sjálfstyrkingarnámskeið þannig að við gerum ekki lítið úr okkur þegar við förum í atvinnuviðtöl eftir útskrift. Svo ætlum við að reyna að heyra hljóðið í konum sem hafa náð langt og fleira og fleira.
Spennandi, ekki satt?
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Frábært framtak hjá Runólfi. Gangi þér vel með verkefnið.
Kveðjur frá Tallinn
Frú mín góð, geturu ekki blikkað hann Runólf og sagt honum að koma við í Actavis?
Láttu endilega fagnaðarerindið berast um hvernig á að gera launamun kynjanna brottrækan úr samfélaginu. Auðvitað eigum við að byrja á okkur sjálfum, þar stendur hnífurinn í hundinum sem liggur grafinn... Baráttukveðjur, Steinunn I, lipurtá
Til hamingju með prófin og gangi þér vel með afganginn. Flott stefna hjá ykkur á Bifröst. Það veitir svo sannarlega ekki af að peppa okkur kerlurnar upp í sjálfstraustinu, við höfum alltof litla trú á okkur sjálfum.
Það er sorglegt en satt að alltof oft gerist það í launaviðtölum að konan þorir ekki að biðja um mikið hærri laun en 250.000 á mánuði meðan maðurinn lætur ekki bjóða sér undir 400.000!
Skrifa ummæli