mánudagur, nóvember 07, 2005

Búin í verðmati ..... vonandi

Var að skila lokaverkefninu í verðmatinu og þar með er ég búin með þann áfanga.... húrra húrra húrra .... nema þetta sé fallverkefni.... nei nei er það nokkuð?

Þá er það bara næsta verkefni..... verðbréfa og kauphallar.... nei.... samkeppnisréttur fyrst.... úff brjálað að gera!!!

Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera.
Við gerum verk svo voða fín
og drekkum vín ekk' eins og svín.
Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera.
Trallala raralllala...trarallalarallala......

Já það er rétt... ég er orðin snælduvitlaus.

Góðar stundir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með áfangann sem ég er alveg viss um að þú hafir staðist með prýði.
Og takk fyrir að passa fyrir mig í gærkvöldi, sem gerði mér kleift að vera þunn í dag.

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis að skáldfákurinn fer á stökk. Gott að þetta gengur allt svona glimrandi, þú ert ekki bara fögur heldur líka eldklár. Hættuleg samsetning! Láttu sjá þig í smástund í Kópav. þegar þú átt leið um næst, er komin á hækjur en að drepast úr kofaveiki.
Steinunn I