Kínverjinn hélt fund með okkur Kínaförum á mánudaginn.
Þurfum að vera mætt í Shanghai um það bil 13. mars og skólinn hefst þann 20.
Kennt verður í 10 vikur samfleytt ásamt einni prófaviku. Þetta verða þá samtals 12 vikur í Shanghai. Mér reiknast þá til að verða búin í byrjun júní. Spurning hvort maður komi þá beint heim eða noti einhvern tíma í ferðalög fyrst maður er kominn svona langt að heiman á annað borð.
Ef ég fer í master þá byrjar hann um miðjan júlí þannig að ég verð hræðilega blönk þegar hann byrjar þar sem ég geri ekki ráð fyrir að nokkur vilji ráða mann í vinnu fyrir rúman mánuð.
Ef ég fer ekki í master þá fer ég bara í atvinnuleit í rólegheitum þegar ég kem heim.
Kvíði því að fljúga til Kína. Er víst 13 tíma flug frá London. Ég sé mig ekki í anda sitja í flugvél í 13 tíma. Væri gott ef maður gæti tekið þetta í áföngum. Einhverjar tillögur?
Næst á dagskrá er ritgerð í samkeppnisrétti. Hefði þurft að vera byrjuð á henni en er ekki og því er betra að spýta í lófana.
Lifið heil.
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þú færð þér bara svefntöflur í fluginu. Mæli hiklaust með því. Og svona ljótum hauspúða líka, frábær uppfinning fyrir ferðamanninn.
Kæra systir
Frábært tækifæri til að hætta að draga að sér reyk til styrktar amerískum heimsvaldasinnum,
einnig frábært tækifæri til að ferðast um Kína sem þú átt ekki að láta fram hjá þér fara, þú kemur svo bara í júlí og ferð í masterinn , þú verður búin að gleyma því þegar þú liggur á dánarbeðinu hvað þú varst blönk.
Annars heyrist mér oft svona sögur af sveltandi námsárum vera yndisleg áminning fyrir barnabörnin í framtíðini þegar þú situr í ruggustólnum og barnabörnin við lappirnar á þér við eldstæðið, og góna upp á ömmu sýna og bíða eftir að þú hættir að tala og gefir þeim nammið.
Það er að segja ef syninum tekst einhvertíman að líta upp frá tölvunum og hefja framleiðslu sem virkilega skilar arði.
Hræddur um að hauspúðar gagnist lítið vegna þrengsla nema þá undir iljarnar, mæli með bók og svefntöflum
Hræddur um að hauspúðar gagnist lítið vegna þrengsla nema þá undir iljarnar, mæli með bók, nikótíntyggjói og svefntöflum,
Thetta ligur nu nokkud ljost fyrir ad thu notar taekifaerid og ferdast.
I Havamalum thar sem er ad finna baedi sannleikan og dyrdina segir eitthvad a thessa leid:
Vits er thorf
þeim er vida ratar.
Daelt er heima hvad.
Ad augabragdi verdur
sa er ekki kann
og med snotrum situr.
Thad ad sitja i flugvel i einhverjar klukkustundir er nu ekki tiltokumal fyrir thad ad teljast til theirra sem snotrir eru.
Skrifa ummæli