Var að koma úr síðasta prófinu. Hátíð í bæ!
Tók, þessa vikuna, þrjú próf.
Fyrst voru Fjárfestingar og fjármálamarkaðir og það var nú ljóta helvítið. Þannig að það gæti verið að úrbóta sé þörf á því.
Svo var Samkeppnisrétturinn á þriðjudag og hann var jafn góður og fjárfestingarnar voru slæmar.
Í morgun var svo Verbréfa- og kauphallarréttur og það gekk vonum framar. Reyndar svo vel að ég er hrædd um að hafa stórlega misskilið fyrirmælin.
Þetta kemur allt í ljós, vonandi fyrir jól.
Næst er það lagning. Ekki samt hárlagning.
Lifið heil.
fimmtudagur, desember 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með að vera komin í frí. Þú hefur nú væntalega rúllað þessu upp. Ég er sjálf að fara í lagningu.
JÁ... NÚ GLEÐJUMST VIÐ!!!!!
þar til annað kemur í ljós allavega :)
Til lukku! Nú er bara jóladjammið framundan. Steikur og stuð. Ekki gleyma að vísitera. Steinunn I
Skrifa ummæli